top of page
SARA_4-watercolor-BG.jpg

SKILMÁLAR

UPPLÝSINGAR UM FYRIRTÆKIÐ/SÖLUAÐILAN

Þessi vefsíða og vefverslun er eign
Sara Odds Coaching ehf. 
Móaflöt 12, 210 Garðabær, IS
Sími: (+354) 8666886
Netfang: sara@saraodds.is
kt. 590508-1950

Með því að nota vefverslunina saraodds.is samþykkir þú neðangreinda viðskiptaskilmála.

Vinsamlegast lestu þjónustu og viðskiptamála vandlega þar sem þeir innihalda upplýsingar um notkun vefsíðunnar og svör við algengum spurningum. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

KAUPSKILMÁLAR

Vefsíðan saraodds.is tekur við pöntunum sem gerðar eru í gegnum vefverslunina skv. þeim leiðum sem eru virkar eins og greiðslu með greiðslukorti, millifærslu á bankareikning eða netgíró. Og vefpóst ef varan er ekki í boði á vefverslun

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu

Eftir að pöntun er gerð í vefverslun og staðfesting á greiðslu hefur borist sendir verslunarkerfið staðfestingarpóst til kaupanda á það netfang sem gefið er upp við skráningu. Þar með er staðfestur bindandi samningur um kaup.

Við staðfestingu pöntunar í vefverslun skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja notkunarskilmála hjá saraodds.is. Muna þarf að haka í reit því til staðfestingar í greiðsluferlinu. Ef ekki er hakað í reitinn, stöðvast greiðsluferlið sjálfvirkt. Pantanir sem berast á síðunni yfir helgi eru afgreiddar næsta virkan dag sé þess nokkur kostur.

 

VERÐ

Verð á vefsíðunni er gefið upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) ef svo þjónustan gerir kröfu um slíkt. Allt verð í netverslun er birt með fyrirvara um fyrirvaralausar breytingar.

Vefverslunin áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á ákveðnar vörutegundir fyrirvaralaust.

Saraodds.is áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu vörunnar ef t.d. skýr verðvilla birtist á vefsíðunni af einhverjum sökum, hvort sem um er að ræða innsláttarvillur eða galla í reiknivél verslunarinnar. Gerist slíkt munum við strax leiðrétta villur og erum við þakklát fyrir allar ábendingar viðskiptavina.

AFSLÆTTIR- OG KYNNINGARKÓÐAR

Sértakir afsláttar og kynningarkóðar eru gefnir út þegar við á og gilda þeir einungis einu sinni eða eftir ákveðnum fyrirfram fast settum reglum. Þegar kóðinn hefur verið notaður við kaup verður hann óvirkur fyrir viðkomandi kaupanda. Ekki er hægt að bæta við afslætti eftir að pöntun hefur verið staðfest. Því er mikilvægt að kaupandi fari vel yfir allar uppgefnar upplýsingar og sannfæri sig um að þær séu rétt skráðar áður en pöntunin er staðfest.

saraodds.is getur afturkallað afslátt, kynningarverð, kynningartilboð og afslátttarkóða hvenær sem er.

VÖRUR TIL EINKANOTA

Allar vörur í vefverslun saraodds.is eru einungis ætlaðar til persónulegra nota. Það er því með öllu óheimilt að endurselja, endurgera, afrita, gefa áfram eða nota efni sem fram kemur á síðunni t.a.m. en ekki tæmandi talið: myndbönd, skjöl, hljóð og annað slíkt að nokkru leiti, kaupanda til hagsbóta, hvort sem það er gert með ásetningi eða ekki.  Sara Odds Coaching ehf. áskilur sér rétt til þess að hætta við afhendingu á vörum eða stöðva pöntun ef verslunin telur að kaupandi uppfylli ekki þessa skilmála.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Netverslunin saraodds.is samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir á vefsíðu: kreditkort (VISA, MasterCard). Staðgreitt með debetkorti (VISA, MasterCard). Millifærslur í banka

Við greiðslu með kortum er kaupandi fluttur yfir á örugga greiðslusíðu Rapyd Sara Odds Coaching ehf. og er því aldrei handhafi greiðsluupplýsinga viðskiptavinar. Kaupandi fær sendan staðfestingarpóst um leið og greiðsla er staðfest frá Rapyd. Berist millifærslan ekki er gert ráð fyrir því að kaupandi hafi hætt við pöntun. Telji kaupandi að um galla í greiðsluferli sé að ræða ber að hafa samband við sara@saraodds.is sem allra fyrst.

SKILARÉTTUR

Áður en pöntun fer í póst (í síðasta lagi að morgni næsta dags) getur kaupandi hætt við með því að senda tölvupóst á netfangið: sara@saraodds.is. Skila skal vöru ásamt kvittuninni sem fylgdi pöntuninni til okkar eigi síðar en 14 dögum frá því að kaupandi fékk vöruna heim. Tilboðsvörum fæst ekki skilað.

SKILMÁLAR FYRIR SKILUM

Varan skal vera í fullkomnu lagi og í upprunalegu horfi. Varan skal vera ónotuð. Varan skal bæði vera enn með framleiðslu-, og verðmiða. Ef kaupandi óskar að skila vörunni, innan ofangreinds skilafrests greiðir kaupandi sjálfur sendingarkostnað til verslunar, en Sara Odds Coaching ehf. sendir nýja vöru, sé þess óskað, án sendingarkostnaðar. Við vöruskil dregst sendingarkostnaður frá andvirði vörunnar, hafi verslunin greitt sendingarkostnaðinn.

ÚTSÖLU- OG TILBOÐSVÖRUR
Ekki er hægt að skila tilboðsvörum.

GJAFIR

Ef vara er merkt sem gjöf og send beint til viðkomandi sem skilar vörunni fær viðkomandi inneignarnótu að andvirði vörunnar á þeim tíma sem henni er skilað.

ENDURGREIÐSLA

Endurgreiðsla fer fram þegar að Sara Odds Coaching ehf. hefur móttekið vöruna frá kaupanda. Endurgreitt er í samræmi við upprunalega greiðslu, t.d. beint inn á kort kaupanda. Endurgreiðslan berst kaupanda innan nokkurra daga, venjulega 5-10 virkra daga.Hafi kaupandi ekki fengið endurgreitt 10 dögum eftir að staðfestingarpóstur þess efnis er sendur af stað, skal viðkomandi hafa samband við vefverslun.

VAFRARAKÖKUR/COOKIES

saraodds.is notar vafrarakökur (cookies) til að tryggja upplifun og þjónustu við notendur. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni heimasíðunnar, vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

 

saraodds.is nýtir fyrst og fremst Google Analytics og Facebook Pixel til að gefa skýrslur til kerfisstjóra um notkun á vefsvæðinu, án þess að greint sé frá stökum notendum og persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixel nota sínar eigin kökur til að fylgjast með notkun gesta á vefsvæðinu. Á grundvelli þess áskilur saraodds.is sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðs setningarkerfi Google og Facebook. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á cookies.Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.

ÖRYGGI

Öll samskipti við vefþjóna saraodds.is eru dulkóðuð og fara yfir öruggar vefslóðir (https:). Öll samskipti varðandi greiðsluupplýsingar fara fram á lokuðu vefsvæði Rapyd á Íslandi. Þannig er saraodds.is aldrei í snertingu við eða hefur aðgang að slíkum upplýsingum. Vefsíðan er varin með öryggiskerfi til að tryggja gögn síðunnar sem best.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

ÖFLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

saraodds.is heldur til haga perónugreinanlegum upplýsingum svo sem tölvupóstfangi, nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Upplýsingum um tölvu- og hugbúnað er sömuleiðis sjálfkrafa safnað saman af saraodds.is. Þessar upplýsingar geta til að mynda verið IP-tala tölvunnar þinnar, upplýsingar um tegund vafra sem þú notar, lén sem eru heimsótt, hvenær þau eru heimsótt og viðeigandi vefföng. Þessar upplýsingar notar saraodds.is í þeim tilgangi að veita góða þjónustu og til að afla almennra tölfræðilegra upplýsinga um notkun saraodds.is vefsíðunnar.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú lætur af hendi perónulegar upplýsingar eða mikilvæg gögn í gegnum almenn skilaboðasvæði saraodds.is þá geta þessar upplýsingar verið notaðar af þriðja aðila. Ath: saraodds.is les ekki persónuleg samskipti sem fara fram á vefnum.

saraodds.is er ekki ábyrgt fyrir meðferð persónuupplýsinga á þeim síðum sem ekki eru beinir aðilar að saraodds.is og saraodds.is netkerfinu né á nokkru því efni sem þar er að finna.

NOTKUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

saraodds.is heldur til haga og notar persónuupplýsingar þínar til að starfrækja saraodds.is heimasíðuna og halda úti þeirri þjónustu sem þar er boðið uppá. Þá gæti saraodds.is einnig sett sig í samband við þig til að kanna viðhorf þitt til núverandi eða tilvonandi þjónustumöguleika.

 

saraodds.is hvorki selur, leigir né gefur út viðskiptavinaskrár til þriðja aðila. Svo gæti farið að saraodds.is setji sig í samband við þig annað veifið fyrir hönd utanaðkomandi aðila vegna einstakra tilboða sem við teljum að gætu vakið áhuga þinn. Í slíkum tilfellum eru persónuupplýsingar (tölvupóstfang, nafn, heimilisfang, símanúmer) ekki afhentar þriðja aðila.

saraodds.is vefsíður munu þá aðeins gefa upp persónuupplýsingar þínar viðvörunarlaust að þess sé krafist af löggiltum aðilum eða í þeirri trú að slíkt sé nauðsynlegt til að verja einkaeignarétt saraodds.is eða tryggja persónuegt öryggi notenda eða annarra borgara. Slík afhending upplýsinga verður þó alltaf að vera í fullu samræmi við lög eða þá löglegu ferla sem saraodds.is einsetur sé að fara eftir.

PÓSTLISTI

saraodds.is vinnur með tölvupóstfang í útsendingu á póstlista, sem einstaklingur hefur skráð í gagnagrunn verslunarinnar og sendir markpóst á einstaklinga á póstlista fyrirtækisins. Ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum. Með skráningunni samþykkir einstaklingur að saraodds.is megi samkeyra upplýsingar um hann úr öðrum viðskiptakerfum fyrirtæksins, s.s. sölukerfi/póstlistakerfi og CRM-kerfi (e. Customer relationship management), til þess að geta veitt betri þjónustu og sent út einstaklingsmiðaðri skilaboð.

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.

Garðabæ, október 2022

Þessi vefsíða og vefverslun er eign
Sara Odds Coaching ehf. 
Móaflöt 12, 210 Garðabær, IS
Sími: (+354) 8666886
Netfang: sara@saraodds.is
kt. 590508-1950

bottom of page