top of page
SARA_4-watercolor-BG.jpg

Ráðgjöf og markþjálfun

Af hverju Sara?

SARA_69-whiter.jpg

Sara brennur fyrir auknum vexti og sjálfsþekkingu samferðafólks síns og hefur sjálf reynt margar ólíkar; hefðbundnar og óhefðbundar leiðir til að besta sjálfa sig og aðra. Hún hefur leiðbeint einstaklingum úr ýmsum kimum þjóðfélagsins í átt að aukinni sjálfsþekkingu og vexti með sínum einstöku leiðum sem hún hefur ofið saman úr ólíkum áttum.

Hvers eðlis sem verkefnið þitt er þá felst árangurinn að hennar mati í því að þú sért reiðubúin/n að taka ábyrgð á þér og láta af takmarkandi hugmyndum um þinn ytri og innri veruleika. Svo framarlega sem þú hefur vilja til að öðlast frekari skýrleika og vaxa þá er hún sannfærð um að þú getur það með leiðsögn. Lausnin sé ætíð innan seilingar en stundum þurfum við aðstoð við að finna hana. Hvort sem það er aukinn skýrleika eða betri yfirsýn á þín verkefni í persónulega eða faglega lífi.

Hæfileiki Söru felst í að draga fram vannýtta eiginleika fólks og varpa ljósi á þá möguleika og tækifæri sem bíða þeirra. Með krefjandi spurningum, umfjöllun og vangaveltum leysir hún úr læðingi það sem býr innra með hverjum og einum.

Viðskiptavinir Söru lýsa henni sem beinskeyttri og hispurslausri, árangursmiðaðri, skipulagðri og faglegri. Hún er þó alltaf með léttleikann að vopni, er úrræðagóð, víðsýn, skemmtileg, skapandi, markviss og hefur hlýja og jákvæða nærveru. Nálgun hennar er skemmtileg, gefandi, krefjandi, skilvirk, öflug, heiðarlega og persónuleg.

Starfsreynsla Söru og menntun úr bæði skapandi greinum, viðskiptalífinu og lögfræði gerir hana hæfa til að setja sig inn í fjölbreytt og flókin viðfangsefni.

 

Sara er með M.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stjórnendamarkþjálfi frá sama skóla, hún lagði stund á shamanísk fræði frá Otter Woman Earth Medicine School, lærði fatahönnun með áherslu á markaðssetningu í hjá University of the Arts í Central Saint Martins, er með diplómu í margmiðlun og hefur stundað jóga í yfir 15 ár og er RYT jógakennari.

Sara hefur tekið að sér ýmis krefjandi verkefni í gegnum tíðina t.a.m. stjórnarsetu í félögum, starfað fyrir bæði fjárfestingarfélag og fasteignaþróunarfélag, auk þess að hafa reynslu af stofnun, rekstri og stjórnun eigin fyrirtækja.

bottom of page