top of page
SARA_4-watercolor-BG.jpg

ÞAÐ BYRJAR ALLT HJÁ ÞÉR

Leiðtogar eru farvegur

SARA_131.jpeg

Stjórnendaþjálfun fyrir fyrirtæki

Markþjálfun er áhrifamikil aðferðafræði til að þess að kalla fram vanýtta eiginleika fólks og varpa ljósi á ný tækifæri. Með þessari samtalstækni öðlast einstaklingar aukna sjálfsþekkingu sem og um leið auðveldar ákvörðunartöku. Þá hjálpar það við að afmarka stefnu og fá skýra sýn á tiltekin markmið sem bæði geta verið persónuleg og fagleg. Að lokum hvernig innleiða megi þessa nýju eiginleika, sýn og tækifæri.

Hröð starfsmannavelta, óskilvirkni og almennt framkvæmdaleysi hefur bein áhrif á afkomu félags. Það er á ábyrgð hvers félags að mæta starfsfólki sínu og innleiða stjórnendahætti sem skila sér beint til starfsmanna.

Fyrirliða skólinn grundvallast á ögrandi og skapandi samvinnu við stjórnendur sem hvati til að hámarka persónulega hæfileika í starfi. Í þjálfuninni opnast gjarnan augu markþega fyrir nýjum tækifærum. Markþjálfun gerir ráð fyrir að viska búi í sérhverri manneskju og markþjálfi hjálpi til við að leysa úr læðingi það sem leynist hið innra.

Markþjálfun er til þess fallin að stytta leiðina að tilteknu markmiði sem getur verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði eða betri árangur í starfi.

bottom of page