top of page
SARA_4-watercolor-BG.jpg

ÞAÐ BYRJAR ALLT HJÁ ÞÉR

LEIÐARVÍSIR AÐ SJÁLFINU

SARA_131.jpeg

LEIÐARVÍSIR AÐ SJÁLFINU
endurforritaðu sjálfið á einfaldan en áhrifaríkan hátt.

Hver er þinn tilgangur?

Er eitthvað meira sem bíður þín? 

Vilt þú taka næstu skref án efa og ótta?

Viltu skila gömlum hugsunum sem halda aftur af þér?

Leiðarvísir að sjálfinu er prógramm sem mun varpa nýju ljósi á tilveru þína.

Þú munt öðlast nýjan skilning á þér, þínu samferðafólki og umhverfi.
Prógrammið opnar á ónýtta eiginleika og afl sem gera þér kleift að stíga enn frekar inn í þína verðleika.

 

Lærðu að taka stjórn á þínu lífi með mildi og í áreynsluleysi.

Þig grunar ekki hversu mikið þú átt inni.

 

Leiðarvísir að sjálfinu gefur fólki tækifæri til að slökkva á sjálfstýringu og taka stjórn á sínu lífi. Því ef við skiljum ekki af hverju við erum eins og við erum, er ómögulegt að ná þeim árangri sem við viljum.

Á leiðinni lærir þú :

· Að setja mörk býr til skýrleika sem veitir traust og virðingu.
· Að hætta að gefa afslátt af þínum markmiðum og draumum.
· Að ótti er sjálfvirkt viðbragð sem þarf ekki að stýra þér.
· Að standa á þínu með mildi í erfiðum og krefjandi aðstæðum.
· Að takast á við meðvirkni og hætta að upplifa skömm og sektarkennd.
· Að skilja að þú þarft ekki að stýra hugsunum þínum, heldur láta þær ekki stýra þér.

 

Þetta námskeið er fullkomið fyrir þig ef ...

· Þú veist að þú átt miklu meira inni en veist ekki hvernig þú átt að komast þangað.
· Þú ert víðsýnn og forvitinn einstaklingur og tilbúinn að kanna þinn innri og ytri heim.
· Þú ert tilbúinn að setja traust þitt á fagmanneskju til að vaxa inn í verðleika þína.
· Þú hefur náð árangri en upplifir stöðnun, stefnuleysi eða áhugaleysi.

· Þú skilur að til þess að vaxa þarftu að fjárfesta í sjálfri eða sjálfum þér.

  

Þetta námskeið er ekki fyrir þig ef...

· Þú ert að leita að almennu markþjálfunar prógrammi.
· Þú ert ekki tilbúin/n að kanna óhefðbundnar aðferðir eða leiðir til að vaxa.
· Þú óttast breytingar, hvað öðrum finnst um þig.
· Þú sérð ekki virði þess að vinna með reynslumiklum leiðbeinanda.
· Þú ert ekki tilbúin/n til að skulbinda þig í prógramm og þig skortir traust.

· Hlutir eins og sjálfsþekking, núvitund, meðvirkni og taugavísindi vekja ekki áhuga þinn.

BYRJAR Í SEPTEMBER

UMSÖGN frá Sigurbjörgu Magnúsdóttir 
 

  • Á hvaða stað varstu fyrir námskeiðið?

    Ég var dálítítið týnd og stóð á krossgötum og vantaði “verkfæri” til að takast á við erfiðar ákvarðanir og geta staðið með sjálfri mér á þeirri vegferð sem ég er á. Var búin að vera föst í ákveðnu hegðunarmynstri sem mig langaði til að brjótast út úr.

  • Hvað hélt aftur af þér?
    É
    g sjálf. Ótti við ákvarðanatöku og að vera viss um að geta staðið með mínum ákvörðunum. 

  • Hverju varstu að sækjast eftir? 

    Mig langaði að finna kraftinn til að fylgja eftir draumum mínum og vaxa sem einstaklingur. Í rauninni langaði mig bara til að skilja minn “uppruna” og afhverju maður er eins og maður er. Uppgötva nýja styrkleika og efla þá sem eru til staðar ásamt því að þekkja veikleka og þannig hámarka mína verðleika sem einstaklingur. Beisikklí bara að vera besta útgáfan af sjálfri mér.

  • Hvað kom mest á óvart?

    Hvað breytingar geta komið áreynslulaust þegar maður fær meiri skilning á hlutunum.

  • Hvað lærðir þú nýtt? 

    Er búin að eignast mörg verkfæri sem munu koma sér vel í framtíðinni ásamt því að ég hef lært ótrúlega mikið um hvernig við fúnkerum sem einstaklingar og hvernig hegðunarmynstur þróast í í gegnum árin og að þessu mynstri er hægt að breyta.

  • Á hvaða stað ertu núna eftir 2 ½ mánuð?

    Hefði ekki trúað því hvað er hægt að vinna mikla vinnu á stuttum tíma og hlakka ótrúlega mikið til að halda þeirri vinnu áfram.

  • Hvernig líður þér miða við áður en þú byrjaðir?

    Mun öruggari og meðvitaðri og með meiri stjórn á mínu lífi. Minni ótti sem skapar Meira frelsi, auðveldara að setja mörk og taka skýrar ákvarðanir svo eitthvað sé nefnt.

  • Á hvað hefur námskeiðið haft mest áhrif?

    Hjálpaði mér að taka skýrar ákvarðanir og fylgja þeirri stefnu í lífinu sem mig langar að taka og dregið úr fyrirframgefnum hugmyndum um viðbrögð og annarra tengt því.

  • Hvernig hefur námskeiðið nýst þér daglega?
    Námskeiðið hefur auðveldað mér að setja mörk og í rauninni bara að tökum á því sem ég hef ekki stjórn á.

  • Hvernig mun það hjálpa þér í framtíðinni?
    Það er vægast sagt hjálplegt að vera með stjórn á eigin lífi. Fá skilning á hlutunum, sérstaklega hvers vegna maður er eins og maður er. Og mótast og festst í ákveðnu hegðunarmynstri sem er mikilvægt að brjótast út úr til að geta lifað sínu lífi eins og maður kýs.

  • Hvernig er efnið sett fram?
    Mjög praktískt og geggjað að mæta á fyrirlestra, fá aukaefni og heimavinnu allt í gegnum netið. Virkilega vel skipulagt frá byrjun til enda og mjög gagnlegt. Þægilegt að geta horft á eftir á ef maður hefur misst af einhverju og Sara passar upp á að fylgja því eftir að maður sé ekki að missa af.

  • Hvernig er Sara?
    Sara er einstök og nálgast efnið ótrúlega vel frá upphafi til enda. Það fer alveg í grunninn sem hún síðan byggir jafn óðum ofan á svo það er mikil dýpt í þessu öllu. Svo er hún líka ótrúlega skemmtileg, opin og nærgætin en samt með ákveðið “tough love” sem er rosalega gagnlegt. Mæli 100% með fyrir þá sem vilja fara óhefðbundna leið til að brjótast út úr gömlum vana og taka stjórn á sínu lífi.

bottom of page