top of page
SARA_4-watercolor-BG.jpg

ÞAÐ BYRJAR ALLT HJÁ ÞÉR

Persónuleg endurröðun

SARA_131.jpeg

Af hverju markþjálfun?

Finnst þér þú ekki njóta lífsins til fulls eða ertu leitandi að frekari tilgangi í starfi eða einkalífi?  Hvað stendur í vegi fyrir að þú stígir að fullu inn í verðleika þína? Flest okkar hafa hugmyndir um að ná ákveðnum persónulegum og faglegum markmiðum í lífinu. Auk þess sem gildi okkar og draumar taka á sig nýjar myndir. Þá þarf reglulega að endurskilgreina hvert við stefnum. Grundvöllur þess að markmið náist er skýrleiki á hvað er stefnt.

 

Að ná árangri í lífinu er ekki alltaf auðvelt. Það krefst að þú takir ábyrgð á sjálfum þér. Látir af takmarkandi hugmyndum um sjálfan þig og hegðun. Takir skref út fyrir þægindarammann. Staðreyndin er sú að það krefst bæði hugrekkis og staðfestu að ná árangri. Þá þarf einfaldan leiðarvísi til að fara eftir. Með góðan markþjálfa þér við hlið getur þessi vegferð orðið mun auðveldari og ánægjulegri.

 

 

Markþjálfun í hnotskurn

Markþjálfun er áhrifamikil aðferðafræði til að þess að kalla fram vanýtta eiginleika fólks og varpa ljósi á ný tækifæri. Með þessari samtalstækni öðlast einstaklingar aukna sjálfsþekkingu sem og um leið auðveldar ákvörðunartöku. Þá hjálpar það við að afmarka stefnu og fá skýra sýn á tiltekin markmið sem bæði geta verið persónuleg og fagleg. Að lokum hvernig innleiða megi þessa nýju eiginleika, sýn og tækifæri í veruleikann.

Markþjálfun grundvallast á ögrandi og skapandi samvinnu við viðskiptavini sem hvetur þá til að hámarka persónulega og starfstengda hæfileika sína. Í þjálfuninni opnast gjarnan augu markþega fyrir nýjum tækifærum. Markþjálfun gerir ráð fyrir að viska búi í sérhverri manneskju og markþjálfi hjálpi til við að leysa úr læðingi það sem leynist hið innra.

Markþjálfun er til þess fallin að stytta leiðina að tilteknu markmiði sem getur verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði eða betri árangur í starfi.

Mín nálgun á markþjálfun

Að leiða fólk að sínum innri sannleika og hjálpa því að stíga að fullu inn í verðleika sína, bæði í leik og starfi, er mín köllun. Lífið þarf ekki að vera stöðugt viðnám. Mikilvægasta auðlind okkar allra er tíminn og oft skilur á milli hjarta og huga. Því er nauðsynlegt að velja vel hvoru þú þjónar hverju sinni. Engir tveir einstaklingar lifa sama lífinu sem er síbreytilegt og krafan um aðlögunarhæfni mikil.

Oft á tíðum missa einstaklingar sjónar á hvert er stefnt eða hreinlega vita ekki hvort leiðin liggur til hægri eða vinstri. Mitt hlutverk er hvorki að dæma né velja hvað er best fyrir þig. Heldur eingöngu að varpa ljósi á þá möguleika sem þú stendur frammi fyrir og hugsanlega opna á ný tækifæri. Mín nálgun er heiðarleg, krefst hugrekkis og staðfestu, en með léttleika og opnu hjarta má leiða sannleikann fram, hver sem hann kann að vera. Svo ljós þitt megi skína. Ég veiti persónulega þjónustu og vil vera til staðar fyrir þig þegar þú þarft á að halda. 

bottom of page